28.09.2016 10:53

Predikunarnámskeið

Predikunarnámskeið á vegum Hvítasunnuhreyfingarinnar á Íslandi verður haldið í Kirkjulækjarkoti (kirkjunni) 18.-19. nóv. Kennarar eru Chris Parker og Ágúst Valgarð Ólafsson. 

Á þessu námskeiði verða kenndir hlutar 2 og 3 - en þessi predikunarnámskeið eru í 4 hlutum. Til að taka hluta 2 þarf að hafa lokið hluta 1 o.s.frv.
27.09.2016 16:04

Ráðstefna um barna- og unglingastarf

28. -30. okt. næstkomandi verður ráðstefna um barna- og unglingastarf í Kirkjulækjakoti.

Ráðstefnan hefst á föstudagskvöldinu  kl.18:00 með kvöldverði.  Um er að ræða mjög spennandi kennslu fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum eða hafa áhuga á slíku.02.07.2016 11:35

Sumarmót 2016

Að baki er frábært sumarmót Hvítasunnukirkjunnar sem haldið var í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð af kirkjunni þar dagana 16.-19. júní. Milli 150 og 200 voru á svæðinu og nutu samveru í góðu veðri. Mikið var lagt upp úr fræðslu á mótinu og kom öflugur hópur kennara að henni. 

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá mótinu.03.06.2016 23:33

Kristniboðsnefnd

Kristniboðsnefnd Hvítasunnuhreyfingarinnar átti fund á Akureyri föstudaginn 3.júní til að ræða verkefnin framundan, hvernig við getum hlúð að kirkjunum okkar um landið, hvatt leiðtogana, haldið námskeið og síðast en ekki síst séð vöxt í trúboði og trúvörn.


26.05.2016 12:52

Dagskrá sumarmóts 2016

fimt. 16 júní:
18:30 Grill fyrir alla, pylsur í boði.
20:00 Kvöldsamkoma í litla sal, Örk. Ræðumaður: Vörður Leví Traustason.

föst. 17 júní:
09:00 Bænastund
10-11:00 Biblíulestur: Ágúst Valgarð Ólafsson
11-11:30 Kaffipása
11:30-12:30 Biblíulestur: Kristinn Ásgrímsson
12:30-14:00 Hádegishlé.
14-15:00 Biblíulestur: Helgi Guðnason . 
15:00 Kaffi og 17 júní fagnaður og grill eftir það.
19-19:45 Saga kirkjunnar í Kirkjulækjarkoti
20:15 Kvöldsamkoma. Ræðumaður: Guðbjörg Guðjónsdóttir.

Laugard. 18 júní.
09.00 Bænastund
10-11:00 Biblíulestur: Aron Hinriksson.
11-11:30 Kaffipása.
11:30-12.30 Biblíulestur: Guðni Hjálmarsson.
12:30-14:00 Hádegishlé.
14-15:00 Biblíulestur: Þóra Gísladóttir.
15:30: Fjölskyldu ólympíuleikar!
18:30 Grill.
20:00 Útisamkoma við eld. (ef veður leyfir)Ræðumaður: Christopher Parker.

sunnud.19 júní:
Lokasamkoma kl.11:00.27.04.2016 15:19

Sumarmót 2016

Smellið á myndina til að fá nánari upplýsingar um mótið og til þess að skrá þátttöku.

08.04.2016 22:15

Predikunarnámskeið

Predikunarnámskeið í Kirkjulækjarkoti

10 þáttakendur voru á predikunarnámskeiði sem Chris Parker og Ágúst Valgarð Ólafsson kenndu í Kirkjulækjarkoti dagana 8.-9. apríl. Þetta námskeið er það fyrsta af nokkrum sem verða haldin. Næsta námskeið verður haldið 16-17.sept í Kotinu. Fyrir þá sem misstu af þessum fyrsta hluta þá verður hægt að taka það aftur í september - en á sama tíma verður annar hluti námskeiðsins kenndur. Kirkjan í Kirkjulækjarkoti er með aðstöðu til að kenna á fleiri en einum stað á sama tíma.

Í þesum fyrsta hluta er farið yfir tilurð og umboð Biblíunnar, praktískir hlutir við að undirbúa predikun, verklegar æfingar ofl.

Sýn Hvítasunnuhreyfingarinnar er að byggja upp fólk til þjónustu og auka gæðin í þjónustu okkar - sem mun styrkja kirkjurnar. Ef þú hefur áhuga á því að sækja svona námskeið þá talaðu við forstöðumanninn þinn.13.03.2016 22:29

Leiðtogafundir 2016

Árlegir leiðtogafundir Hvítsunnukirkjunnar á Íslandi voru haldnir helgina 10.-12. mars 2016. Leiðtogar Hvítasunnukirkna víða af landinu komu þá saman til að funda og fara yfir málin. Helgin tókst mjög vel og ánægjulegt að sjá samstöðuna í þessum öfluga hópi leiðtoga. 


02.03.2016 17:20

90 ára afmæli Hvítasunnukirkjunnar í Vestmannaeyjum

Guðni Hjálmarsson skrifar

90 ára afmæli Hvítasunnukirkjunnar Vestmannaeyjum 19. - 21. febrúar 2016
Eftir nokkurn undirbúningstíma kom loks að því að 19. febrúar rann upp. Það var 
sérstakt að bjóða öllum til hamingju með afmælið en þetta eru tímamót sem vert 
er að fagna. Var byrjað með sálmakvöldi sem Sigurmundur G. Einarsson hafði veg 
og og vanda að. Með honum voru að sjálfsögðu eiginkonan, Unnur Ólafsdóttir 
ásamt Helga Tórshamar, einnig Guðna Einarssyni, Hafliða Kristinssyni og Geira 
sem komu til að príða hópinn af þessu tilefni. Var þetta hin besta söngstund með 
frásögulegu ívafi. Laugardagurinn var þéttur og byrjaði í Einarsstofu í Safnahúsinu 
með opnun á sýningu um sögu Hvitasunnukirkjunnar frá upphafi. 

Kári Bjarnason safnstjóri hóf stundina með stuttri tölu og Lilja Óskarsdóttir 
hélt fyrirlestur um stofnendurna og lýsti sterkum einstaklingum sem tóku
á móti fagnaðarerindinu. 

Guðni Hjálmarsson forstöðumaður gaf vitnisburð ungs drengs sem upplifir viðsnúning 
fjölskyldu sinnar. Þar var einnig sungið mikið og voru rúmlega fimmtíu gestir.
Klukkan fjögur var barna og fjölskyldustund í Hvítasunnukirkjunni með 
kraftmiklum og fjörugum söng, leik, sögum og Salta söngbók sem tók eitt lag með 
börnunum. Öll börnin fengu gjöf í lok stundar. Um kvöldið kom söfnuðurinn svo saman 
ásamt gestum til veglegs kvöldverðar með söng og sögum frá upphafinu. 
Hátíðarsamkoma var svo haldin á sunnudeginum með miklum og líflegum söng, 
vitnisburðum af myndbandi og prédikun. Þau Unnur, Sigurmundur og Guðni 
sungu lagið "Á vegi breiðum" af plötunni Opið Bréf. Systkinin Jenný, Hjálmar Karl 
og Elísabet Guðnabörn sungu saman og þá fullskipað húsbandið fyrir almennum 
söng. Endaði helgin með veglegri afmælisveislu eftir samkomuna í góðu spjalli og 
ljósmyndaskoðun sem prýddi veggi og hvert borð. Að lokum þökkum við Guði 
fyrir vel heppnaða helgi og hvert ár í blessun Hans og umsjá. 

Drottinn blessi ykkur.

Guðni Hjálmarsson

24.02.2016 19:54

Nýr forstöðumaður í Hvítasunnukirkjunni á Höfn

Nú í byrjun febrúar urðu forstöðumannaskipti í Hvítasunnukirkjunni Lifandi vatn á Höfn í Hornafirði. Matthildur Þorsteinsdóttir sem þjónað hefur söfnuðinum síðastliðin ár lét af störfum í lok janúar og í byrjun febrúar tók Halldór Sævar Birgisson við þjónustunni. Halldór Sævar er fæddur árið 1971 og er giftur Christinu Olivera og eiga þau 4 börn. Halldór hefur starfað í stjórn kirkjunnar síðan árið 2009 og sinnt þjónustu öldungs síðan 2014. 

Hvítasunnukirkjan á Íslandi þakkar Matthildi fyrir öflugt starf í forstöðu safnaðarins á Höfn og bíður um leið Halldór Sævar og Christinu innilega velkomin til starfa.


Halldór Sævar og Christina Olivera

  • 1
Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 218
Gestir í gær: 79
Samtals flettingar: 552165
Samtals gestir: 196603
Tölur uppfærðar: 18.1.2017 09:55:32
Hvítasunnukirkjan á Íslandi, Hátúni 2, 105 Reykjavík, Iceland
sími: 535 4700, email: filadelfia@filadelfia.is